Lagasafn.  Íslensk lög 1. maí 2020.  Útgáfa 150b.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

1998 nr. 38 11. maí


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 11. maí 1998. Breytt með: L. 36/2000 (tóku gildi 26. maí 2000). L. 159/2000 (tóku gildi 29. des. 2000). L. 126/2011 (tóku gildi 30. sept. 2011).

Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

1. gr.
Ákvæði 5. gr. laga nr. 151 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, gilda ekki um úthlutun veiðiheimilda úr norsk-íslenska síldarstofninum.
2. gr.
Á árunum 1998, 1999, [2000 og 2001] 1) skulu eftirfarandi reglur gilda um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum:
    a. Allar veiðar eru óheimilar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Fiskistofu er aðeins heimilt að veita þeim skipum leyfi til síldveiði sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands.
    b. Skipta skal a.m.k. 90% af þeim árlegu heildarveiðiheimildum sem í hlut Íslands koma milli þeirra skipa sem veiðar stunduðu úr norsk-íslenska síldarstofninum á árunum 1995, 1996 og 1997 eða komið hafa í þeirra stað, þannig að 60% sé skipt milli þeirra miðað við burðargetu þeirra en 40% skal skipt jafnt. Allt að 10% af árlegum heildarveiðiheimildum skal skipt milli annarra skipa á grundvelli reglna sem ráðherra setur, þó þannig að aldrei komi meira magn í hlut hvers skips en sem nemur 25% af meðaltalsaflahámarki skv. 1. málsl. þessa stafliðar.
    c. [Aðeins er heimilt að færa milli skipa aflahámark sem úthlutað er samkvæmt reglum fyrri málsliðar b-liðar. Tilkynna skal Fiskistofu fyrir fram um flutning aflahámarks og öðlast hann ekki gildi fyrr en Fiskistofa hefur staðfest flutninginn.] 2)
    d. [Ráðherra] 3) skal setja með reglugerð nánari reglur um framkvæmd þessarar greinar. Getur ráðherra m.a. ákveðið að sérstakar reglur skuli gilda um úthlutun á takmörkuðu aflamagni sem íslenskum skipum er heimilt að veiða innan lögsögu annarra. Þá getur ráðherra ákveðið að endurúthluta skuli afla eftir tiltekinn tíma sýnist það nauðsynlegt til að fullnýta leyfðan heildarafla íslenskra skipa.
    e. Að öðru leyti gilda á þessu tímabili ákvæði laga nr. 151 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum eftir því sem við getur átt.
    1)L. 159/2000, 1. gr. 2)L. 36/2000, 1. gr. 3)L. 126/2011, 263. gr.
3. gr.
[Ráðherra] 1) skal fyrir 1. nóvember árið 2000 leggja fyrir Alþingi frumvarp um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum eftir árið 2000.
    1)L. 126/2011, 263. gr.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.