Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Prestastefnusamþykkt um sjúkravitjanir presta og aukatekjur

1764 júlí   Í hverju fylgd og föruneyti presta, þá þeir vitja sjúkra, bestanda skuli, og hvað þeir með réttu upp bera eigi fyrir ein og önnur extra embættisverk?
   Hér uppá fellur svolátandi réttarins úrskurður:
    1. Hvað fylgdinni viðvíkur, þá eiga prestar að hesta sig sjálfir, þá þeir vitja sjúkra, en frí fylgdar eiga þeir á meðan að njóta fram og til baka, þar sem því verður mögulega við komið … Allt þetta greiðist prestinum af þeim, sem efnugir eru, og nokkra tíund gera, en þeim fátækari beþénar presturinn fyrir ekkert.