Lagasafn.  Íslensk lög 13. apríl 2021.  Útgáfa 151b.  Prenta í tveimur dálkum.


Tilskipun, er nákvæmar tiltekur það sem fyrir er mælt í reglugerð fyrir Ísland 17. júlí 1782, um tekjur presta og kirkna o.fl.

1847 27. janúar


Breytt með: L. 36/1931 (tóku gildi 1. jan. 1932, sbr. og augl. 7/1932).


   … 1)
    1)L. 36/1931, augl. 19. febrúar 1932.
5)
Kirkjureikninga alla skal eftirleiðis gjöra eftir silfurmynt, og skulu prófastar, þá er þeir skoða kirkjur, og prestar, áður þeir semja, eður staðfesta eður rita nöfn sín undir þá, ef aðrir umsjónarmenn kirkna hafa samið, hafa gát á, að þeir séu réttir; skulu þeir gera þetta á hverju ári. Komist það upp, að þeir hafi slegið slöku við þessu, skal annar eður báðir eftir málavöxtum bæta kirkjunni tjón það, er hún þessa vegna hefur orðið fyrir. Fyrir skoðun reikninga þessara skal gjalda presti 3 álna virði af sjóði kirkjunnar, en hafi prestur eignir kirkju að léni tekur hann ekkert fyrir að semja reikning hennar.
Fyrir skoðun á kirkju hverri, sem á árlega afgangs frá nauðsynlegum útgjöldum 12 rbd. og þar yfir, tekur prófastur 20 álnir, en hálfu minna af þeim kirkjum, er ekki eru svo efnaðar sem nú er sagt.