Alþingi

Valmynd


Hlusta


Lagasafn.  Íslensk lög 13. september 2022.  Útgáfa 152c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku

2018 nr. 130 20. desember


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. janúar 2019.
Ef í lögum þessum er getið um ráðherra eða ráðuneyti án þess að málefnasvið sé tilgreint sérstaklega eða til þess vísað, er átt við menningar- og viðskiptaráðherra eða menningar- og viðskiptaráðuneyti sem fer með lög þessi. Upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta skv. forsetaúrskurði er að finna hér.

I. kafli. Markmið og gildissvið.
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku.
2. gr. Gildissvið.
Lög þessi gilda um endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna útgáfu á bókum sem gefnar eru út á íslensku á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum.
Ákvæði laganna taka ekki til Menntamálastofnunar, sbr. lög nr. 91/2015, um Menntamálastofnun. Með sama hætti taka lögin ekki til bókaútgefanda sem í heild eða að hluta er í eigu ríkis, sveitarfélaga, stofnana eða félaga að öllu leyti í þeirra eigu.
3. gr. Orðskýringar.
Í lögum þessum merkir:
    1. Bók: Ritverk eða ritröð sem er a.m.k. átta blaðsíður að lengd og bundið eða fest á hliðstæðan hátt í kjöl. Undir hugtakið bók falla einnig hljóðupptökur af lestri slíkra verka. Þá skulu geisladiskar og aðrir miðlar með bókartexta og rafræn útgáfa slíkra verka falla undir hugtakið bók.
    2. Bókaútgefandi: Einstaklingur, hópur eða lögaðili sem er fjárhagslega ábyrgur fyrir útgáfu bókar.
    3. Endurgreiðsluhæfur kostnaður: Kostnaður sem heimilt er að leggja til grundvallar endurgreiðslu, sbr. 6. gr.
    4. Útgáfa bókar og aðgengi almennings: Bók telst gefin út og gerð aðgengileg almenningi þegar hún hefur verið samþykkt í alþjóðlega bóknúmerakerfið hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, skráð í bókasafnskerfið Gegni eða í sambærilegt skráningarkerfi erlendis og boðin opinberlega til sölu, láns eða leigu.

II. kafli. Umsóknarferli o.fl.
4. gr. Umsókn.
Umsókn um endurgreiðslu samkvæmt lögum þessum skal send nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, sbr. 2. mgr. Umsókn skal berast í síðasta lagi níu mánuðum eftir útgáfu bókar.
Ráðherra skipar nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins og ráðherra sem fer með málefni iðnaðar og nýsköpunar skulu tilnefna hvor sinn fulltrúa en ráðherra skipar einn fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
Við mat á umsóknum um stuðning við útgáfu bóka á íslensku getur nefndin aflað álits sérfróðra aðila um hvort skilyrði 5. gr. séu uppfyllt.
Ráðherra er heimilt að fela þar til bærum aðila umsýslu samkvæmt lögum þessum.
5. gr. Skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði.
Skilyrði fyrir endurgreiðslu á hluta útgáfukostnaðar bókar, sbr. 8. gr., eru eftirfarandi:
    a. Útgefin bók sé á íslensku.
    b. Umsækjandi sé skráður virðisaukaskattsskyldur aðili skv. 5. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með atvinnugreinarnúmerið 58.11.0 sem bókaútgáfa samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands. Erlendur umsækjandi skal sýna fram á slíka skráningu vegna starfsemi sinnar erlendis.
    c. Endurgreiðsluhæfur kostnaður umsækjanda nemi a.m.k. 1.000.000 kr. vegna útgáfu þeirrar bókar sem er andlag stuðnings hverju sinni. Heimilt er að ákveða í reglugerð lægri fjárhæðarmörk fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka.
    d. Umsækjandi færi sundurliðað bókhald yfir þann kostnað sem liggur til grundvallar beiðni um endurgreiðslu í samræmi við lög um bókhald og lög um ársreikninga.
    e. Umsækjandi sé ekki í vanskilum við opinbera aðila. Leggja skal fram staðfestingu á skuldastöðu við opinbera aðila.
    f. Umsækjandi leggi fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa.
Kostnaður vegna útgáfu bókar sem fyrst og fremst er ætluð til kynningar á tiltekinni vöru eða þjónustu er ekki endurgreiðsluhæfur samkvæmt lögum þessum.

III. kafli. Endurgreiðsla.
6. gr. Endurgreiðsluhæfur kostnaður.
Eftirfarandi kostnaðarliðir falla undir endurgreiðsluhæfan kostnað bókaútgefanda, enda sé um að ræða kostnað sem telst frádráttarbær rekstrarkostnaður samkvæmt ákvæðum laga nr. 90/2003, um tekjuskatt:
    a. Beinn launakostnaður vegna útgáfu bókar.
    b. Beinar verktakagreiðslur vegna útgáfu bókar.
    c. Laun höfundar eða rétthafa.
    d. Prentkostnaður og hliðstæður kostnaður vegna útgáfu í öðru formi en á prenti.
    e. Þýðingarkostnaður og prófarkalestur.
    f. Auglýsinga- og kynningarkostnaður vegna bókar sem fellur til á næstu fjórum mánuðum eftir útgáfu hennar.
    g. Eigin vinna, sbr. 7. gr.
7. gr. Eigin vinna.
Ef útgefandi og höfundur bókar er sami aðili skal honum heimilt að leggja eigin laun til grundvallar endurgreiðsluhæfum kostnaði, sbr. 6. gr., í stað kostnaðar skv. c-lið 6. gr. Við mat á eigin launum skal miða við mánaðarlaun listamanna, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 57/2009, um listamannalaun.
8. gr. Endurgreiðsla.
Hlutfall endurgreiðslu skal vera 25% af kostnaði sem fellur til við útgáfu bókar, sbr. 6. gr.
Telji nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku að umsókn uppfylli skilyrði fyrir endurgreiðslu skal hún ákvarða fjárhæð endurgreiðslu, ella skal umsókn hafnað.
Berist umsókn um endurgreiðslu eftir að níu mánuðir eru liðnir frá útgáfu bókar skal vísa henni frá. Heimilt er þó að taka umsókn til meðferðar þótt hún hafi borist að þessum fresti liðnum ef gildar ástæður eru fyrir töfunum. Nefndin metur það í hverju tilviki fyrir sig hvað telja skuli gildar ástæður í þessu sambandi.
Stjórn eða framkvæmdastjóri umsækjanda, ef um félag er að ræða, skal staðfesta að kostnaðaruppgjör sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglugerðar, sbr. 11. gr. Ef sótt er um endurgreiðslu fyrir hærri fjárhæð en 12 millj. kr. skal kostnaðaruppgjör skv. d-lið 1. mgr. 5. gr. jafnframt vera staðfest af endurskoðanda, skoðunarmanni eða viðurkenndum bókara.
Í því skyni að sannreyna kostnaðaruppgjör skv. d-lið 1. mgr. 5. gr. eða gögn um annan framlagðan kostnað umsækjanda getur nefndin óskað eftir viðeigandi upplýsingum frá umsækjanda, til að mynda virðisaukaskattsskýrslum sem og bókhaldi hans.
Sé kostnaðaruppgjör og/eða fylgigögn þess ófullnægjandi skal nefndin veita umsækjanda frest til að skila inn fullnægjandi gögnum. Berist nefndinni ekki fullnægjandi gögn að loknum veittum fresti eða bendi gögn málsins til þess að kostnaðaruppgjör sé ekki í samræmi við ákvæði laga þessara skal hún hafna umsókn um endurgreiðslu.
Komi í ljós að endurgreiðsla til umsækjanda hafi verið of há, af ástæðum sem rekja má til umsækjanda, stjórnvalds eða annarra aðila, skal nefnd um stuðning við útgáfu bóka á íslensku heimilt að hlutast til um að endurákvörðun fari fram á fyrri ákvörðun nefndarinnar. Við meðferð slíkra mála skal nefndin afla nauðsynlegra gagna og gefa aðilum kost á andmælum áður en ákvörðun er tekin. Leiði endurákvörðun til breytinga á fjárhæð þegar greidds endurgreiðsluhæfs kostnaðar til lækkunar skal umsækjandi endurgreiða mismuninn innan tíu daga frá því að tilkynnt er um ákvörðunina. Heimild til endurupptöku samkvæmt ákvæði þessu fellur niður að liðnum fjórum árum frá upphaflegri ákvörðun nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.

IV. kafli. Kæruleiðir.
9. gr. Kærur.
Ákvörðun nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku skv. 4. og 8. gr. er kæranleg til ráðuneytisins, sbr. 1. mgr. 26. gr. stjórnsýslulaga.
Ákvörðun nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku um hvað teljist vera endurgreiðsluhæfur kostnaður skv. 6. gr. eða fjárhæð endurgreiðslu, svo og hvort fullnægjandi gögn liggi til grundvallar útgáfukostnaði, er kæranleg til yfirskattanefndar.
Kærufrestur skv. 1. og 2. mgr. er 30 dagar og reiknast frá dagsetningu ákvörðunar nefndar um stuðning við útgáfu bóka á íslensku.

V. kafli. Ýmis ákvæði.
10. gr. Aðrir styrkir.
Hafi umsækjandi hlotið styrk frá opinberum aðilum til útgáfu sömu bókar dregst styrkurinn frá þeirri fjárhæð sem telst endurgreiðsluhæfur kostnaður skv. 6. gr.
Samanlögð fjárhæð styrks skv. 1. mgr. og endurgreiðslu skv. 8. gr. skal ekki fara yfir 50% af endurgreiðsluhæfum kostnaði sömu bókar.
11. gr. Reglugerð.
Ráðherra setur reglugerð 1) um framkvæmd laga þessara. Í henni skal m.a. kveðið á um framkvæmd á stuðningi samkvæmt lögum þessum, heimildir ráðherra til að fresta endurgreiðslu sem kann að vera umfram fjárveitingar Alþingis hverju sinni, nánari skilyrði fyrir endurgreiðslu, þar á meðal eftir atvikum nánari skilgreiningu á hugtökum skv. 3. gr., og endurgreiðsluhæfum kostnaði skv. c-lið 1. mgr. 5. gr. og 6. gr., sundurliðun bókhalds skv. d-lið 1. mgr. 5. gr., umsóknir, afgreiðslu umsókna og ákvörðun um veittan stuðning.
    1)Rg. 393/2019, sbr. 1089/2020.
12. gr. Gildistaka o.fl.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019 og koma til endurskoðunar fyrir 31. desember 2023.
Einungis er hægt að sækja um endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku sem gefnar eru út og gerðar aðgengilegar almenningi eftir að lög þessi taka gildi.
Ráðherra skal láta gera úttekt á árangri þessa stuðnings við útgáfu bóka á íslensku fyrir lok árs 2022.

Þú ert hér: Forsíða > Lagasafn > Lög

Lagasafn

  • Kaflar lagasafns
  • Lög samþykkt á Alþingi
  • Brottfallin lög
  • Nýlega samþykkt lög
  • Um lagasafn
  • Leiðbeiningar
  • Hvernig á að tengja í lög?
  • Zip-skrá af lagasafni

  • Þingfundir og mál
    • Tilkynningar
    • Þingmálalistar
      • Laga­frumvörp
      • Þings­ályktunar­tillögur
      • Fyrirspurnir
      • Skýrslur, álit og beiðnir
      • Sérstakar umræður
      • Staða mála
      • Þingmál eftir efnis­flokkum
      • Samantektir um þingmál
    • Leit að þingmálum
      • Leit í málaskrám
      • Ítarleit að þingskjölum
      • Einföld orðaleit í skjala­texta
      • Orðaleit í umsögnum
      • Atkvæðagreiðslur
      • Efnisyfirlit
    • Þingfundir og ræður
      • Fundar­gerðir og upp­tökur
      • Dagskrá þingfundar
      • Nýyfirlesnar ræður
      • Einföld orðaleit í ræðum
      • Ítarleit í ræðum
      • Ræður eftir þingum
      • Reglur um ræðutíma
      • Starfs­áætlun Alþingis
      • Mælendaskrá
    • Yfirlit og úttektir
      • Þingsköp
      • Alþingistíðindi
      • Alþingismál 1845-1913
      • Þingmálaskrá ríkisstjórnar
      • Breytingar á stjórnarskrá frá 1944
      • Leiðbeiningar um þingskjöl
      • Efni um stjórnarskrármál
      • Vantrauststillögur
      • Umsókn um aðild að ESB
      • Efni um Icesave
      • Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjárlög
      • Úttektir rannsókna- og upplýsingaskrifstofu
    • Viltu senda umsögn?
    • Lög samþykkt á Alþingi
    • Nýjar þingsályktanir
  • Þingmenn
    • Alþingismenn
      • Alþingismenn
      • Sitjandi aðal- og vara­þing­menn
      • Netföng og símanúmer
      • Heimasíður þingmanna
      • Varamenn sem sitja á Alþingi
      • Varamenn sem hafa tekið sæti
      • Sætaskipun þingmanna
      • Aðstoðarmenn
    • Þingflokkar
      • Um þingflokka
      • Formenn þingflokka
      • Flokkur fólksins
      • Framsóknarflokkur
      • Miðflokkurinn
      • Píratar
      • Samfylkingin
      • Sjálfstæðisflokkur
      • Viðreisn
      • Vinstrihreyfingin - grænt framboð
      • Utan þingflokka
      • Starfsfólk þingflokka
      • Fyrri þingflokkar
    • Kjördæmi
      • Um kjördæmi
      • Reykjavík norður
      • Reykjavík suður
      • Suðvesturkjördæmi
      • Suðurkjördæmi
      • Norðausturkjördæmi
      • Norðvesturkjördæmi
    • Forsetar Alþingis
      • Forseti Alþingis
      • Forsætisnefnd - varaforsetar
      • Forsetatal
    • Ráðherrar - ríkisstjórn
      • Ráðherrar - ríkisstjórn
      • Ráðherrar og ráðuneyti frá 1904
      • Ráðherrar frá 1904
      • Lengstur starfs­aldur í ríkis­stjórn
    • Sögulegur fróðleikur
      • Elstir manna á Alþingi
      • Formenn fastanefnda Alþingis
      • Fulltrúar á Þjóðfundinum 1851
      • Kjörnir fulltrúar sem tóku aldrei sæti á Alþingi
      • Konungsfulltrúar
      • Landshöfðingjar
      • Lengstur starfs­aldur þing­manna á Alþingi
      • Skrifstofustjórar Alþingis
      • Yngstir kjörinna alþingismanna
      • Yngstu vara­menn á Alþingi
      • Fyrsta þing þingmanna
    • Hagsmunaskrá - siðareglur
      • Um skráningu hagsmuna
      • Hagsmunaskrá
      • Siðareglur
      • Brot á siðareglum
    • Alþingismannatal
      • Kosningarréttur og konur á Alþingi
      • Æviágrip þingmanna frá 1845
      • Leit í alþingismannatali
      • Ýmsar skammstafanir
      • Félag fyrrverandi alþingismanna
      • Raddsýnishorn
    • Starfskjör alþingismanna
      • Laun og kostnaðargreiðslur þingmanna
      • Starfskjör þingmanna
      • Þingfararkaup - laun þingmanna
      • Þingfararkostnaður
      • Árnessjóðurinn - orlofssjóður
      • Ýmis eyðublöð
      • Aðstoðarfólk þingmanna
    • Þingtímabil
      • Númer löggjafar­þinga og tímabil
      • Kjördagar
      • Þingrof
      • Þing­setu­tími - númer ráð­gjafar­þinga 1845-1873
      • Tími frá alþingiskosningum til stjórnarskipta frá 1946
    • Tilkynningar
    • Alþingiskosningar
      • Almennar upplýsingar
      • Kosningar og kosningaúrslit
  • Nefndir
    • Dagskrá nefndarfunda
    • Viltu senda umsögn?
      • Leiðbeiningar um umsagnir um þingmál
      • RSS-áskrift að málum í umsagnarferli
    • Tilkynningar
    • Fastanefndir
      • Allsherjar- og menntamálanefnd
      • Atvinnuveganefnd
      • Efnahags- og viðskiptanefnd
      • Fjárlaganefnd
      • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
      • Umhverfis- og samgöngunefnd
      • Utanríkismálanefnd
      • Velferðarnefnd
    • Aðrar nefndir
      • Alþjóðanefndir
      • Forsætisnefnd
      • Framtíðarnefnd
      • Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa
      • Kjörbréfanefnd
      • Sérnefndir
      • Þingskapanefnd
      • Stjórnir, nefndir og ráð kosin af Alþingi
      • Nefndir skipaðar af forseta og forsætisnefnd Alþingis
      • Endurskoðun kosningalaga
    • Nefndastörf
      • Starfsreglur fastanefnda Alþingis
      • Störf fastanefnda
      • Fundargerðir nefnda
      • Upptökur af opnum fundum nefnda
      • Fundartímar fastanefnda
      • Skipan nefnda
      • Sögulegt yfirlit
      • Þingmál til umfjöllunar í þingnefndum
      • EES mál
      • Önnur mál nefnda
    • Rannsóknir
      • Rannsóknarnefndir Alþingis
      • Íbúðalánasjóður
      • Sparisjóðir
      • Fall íslensku bankanna
      • Greinar­gerð um rannsóknar­nefndir
      • Saksóknarnefnd og saksóknari Alþingis
    • Leitarvalmyndir
      • Orðaleit í erindum og umsögnum
      • Orðaleit í fundargerðum nefnda
      • Leit að skipan í nefndum
    • Erindi og umsagnir
      • Leiðbeiningar um ritun umsagna
      • Erindi
      • Viðtakendur umsagnabeiðna
      • Sendendur erinda
  • Alþjóðastarf
    • Íslandsdeildir
      • Alþjóða­þingmanna­sambandið
      • Evrópuráðs­þingið
      • Þingmanna­nefndir EFTA og EES
      • NATO-þingið
      • Norðurlandaráð
      • Vestnorræna ráðið
      • Þingmanna­ráðstefnan um norðurskauts­mál
      • Þing Öryggis- og samvinnu­stofnunar Evrópu
    • Tilkynningar
    • Yfirlit og starfsreglur
      • Markmið alþjóðastarfsins
      • Þátttaka í alþjóðastarfi
      • Frásagnir af alþjóðastarfi
      • Starfsreglur
      • Yfirlit yfir Íslands­deildir
      • Sögulegt yfirlit
    • Annað alþjóðastarf
      • Alþjóðastarf forseta Alþingis
      • Annað alþjóðastarf sem heyrir undir forseta Alþingis
      • Sameiginleg þingmanna­nefnd Íslands og Evrópu­sambandsins
  • Lagasafn
    • Kaflar lagasafns
    • Lög samþykkt á Alþingi
    • Brottfallin lög
      • 1990-1995
    • Nýlega samþykkt lög
    • Um lagasafn
    • Leiðbeiningar
    • Hvernig á að tengja í lög?
    • Zip-skrá af lagasafni
  • Ályktanir Alþingis
  • Um Alþingi
    • Skrifstofa Alþingis
      • Skipurit og hlutverk
      • Netföng og símanúmer
      • Mannauðsmál
      • Laus störf
      • Rekstraryfirlit
      • Jafnlaunavottun
    • Upplýsingar um Alþingi
      • Um hlutverk Alþingis
      • Hvernig getur þú haft áhrif?
      • Þingsköp
      • Reglur settar af forsætis­nefnd
      • Upplýs­ingar um þing­störfin
      • Áskrift að efni á vef Alþingis
      • Um vef Alþingis
      • Rannsóknaþjónusta - bókasafn
    • Fræðslu- og kynningarefni
      • Um Alþingis­húsið
      • Nýbygging á Alþingisreit
      • Skólaþing
      • Ungmennavefur
      • Kynning og saga
      • 100 ára fullveldi 2018
      • Alþingi kynningar­bæklingur
      • Háttvirtur þingmaður - handbók
      • Reglur um notkun merkis Alþingis
      • Orðskýringar
    • Stofnanir, stjórnir og nefndir
      • Stjórnir, nefndir og ráð kosin af Alþingi
      • Nefndir skipaðar af forseta og forsætisnefnd Alþingis
      • Ríkis­endurskoðun
      • Umboðs­maður Alþingis
      • Jónshús
      • Landskjör­stjórn
      • Rannsóknar­nefndir Alþingis
    • Útgefið efni
      • Handbækur Alþingis
      • Ársskýrslur Alþingis
      • Skýrsla um eftirlit Alþingis með framkvæmdar­valdinu
      • Skýrsla um traust til Alþingis
      • Með leyfi forseta
    • Heimsóknir í Alþingishúsið
      • Heimsóknir hópa
      • Alþingishús - aðgengi
      • Fjölmiðlafólk í Alþingis­húsinu
      • Útiþrautaleikur um Alþingishúsið

  • Dansk
  • English

Leita á vefnum


  • Veftré
  • Orðskýringar
  • Alþingistíðindi
  • Skólaþing
  • Ungmennavefur

  • Hakið
  • Vefpóstur
  • Þingmannagátt
  • Fundagátt
  • Rafrænir reikningar

Skrifstofa Alþingis - Hafa samband, 101 Reykjavík, althingi@althingi.is, Sími 563 0500, Sjá á korti
Kt. 420169-3889

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til ritstjori@althingi.is.

Jafnlaunavottun 2022-2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica