152. löggjafarþing — þingsetningarfundur

rannsókn kjörbréfa.

[21:14]
Horfa

Kári Gautason (Vg):

Frú forseti. Greinargerð undirbúningskærunefndar leiðir í ljós að ógjörningur er að taka af allan vafa um hvað orsakaði mun milli talninga í Norðvesturkjördæmi. Það er þó munur á því að taka af allan vafa og svo að hefja yfir skynsamlegan vafa. Ég horfi til þess að Alþingi hefur áður notast við þann mælikvarða í máli sem sneri að meðferð kjörgagna árið 1909. Þá liggur beinast við, frú forseti, að spyrja: Er það hafið yfir skynsamlegan vafa að varsla kjörgagna hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar í Norðvesturkjördæmi? Ég tel svo vera. Einfaldari skýring er að orðið hafi mistök við flokkun atkvæða og það útskýri muninn milli talninga. Um það verður þó aldrei hægt að segja með algerri vissu. Við stöndum frammi fyrir að taka þessa ákvörðun og þetta er mín niðurstaða og því leggst ég gegn þessari tillögu.