142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

friðlýsing Þjórsárvera.

[11:12]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Ég skil hann þannig að hann líti svo á að þetta snúist um óverulega frestun á undirrituninni. Yfirbragðið er dálítið vandræðalegt finnst mér. Það er farið að safnast dálítið á langan lista vandræðamála nýrrar ríkisstjórnar og umræðan um fagmennsku og samráð á stundum við en stundum ekki. Það átti ekki við þegar mennta- og menningarmálaráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á stjórn RÚV, þá þurfti ekkert samráð og enga fagmennsku. Hér erum við farin að sjá gamla hlutverk Framsóknar teiknast upp þar sem Framsókn styður Sjálfstæðisflokkinn í öllum málum hans.

Þess vegna er spurt hér að lokum: Hvar eru frumvörp hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi bætur almannatrygginga?