150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:30]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um álagsgreiðslur til þeirra sem eru í framlínunni, til heilbrigðisstarfsmanna, m.a. á hjúkrunarheimilum, sjúkraflutningafólks o.s.frv., af því að við teljum að allir eigi að sitja við sama borð þegar kemur að álagsgreiðslum til þeirra sem hafa brugðist við vegna Covid-vanda. Að sjálfsögðu eigum við að láta þar alla framlínustarfsmenn sitja við sama borð, ekki bara þá sem eru inni á þar til gerðum heilbrigðisstofnunum, heldur öllum heilbrigðisstofnunum.

Að sjálfsögðu greiðum við atkvæði með þeim tillögum.