131. löggjafarþing — 101. fundur,  1. apr. 2005.

Umræða um málefni Ríkisútvarpsins.

[14:13]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Vegna orða síðasta ræðumanns vill forseti taka fram að það er rétt sem fram kemur í máli hans að formanni nefndar er skylt að boða til fundar ef ósk berst um það frá a.m.k. þriðjungi nefndarmanna. Því hefur verið komið til formanns nefndarinnar en hann tekur ákvörðun um hvenær þessi fundur verði boðaður. — Það hefur borist orðsending til forseta frá formanni nefndarinnar að nefndin verði ekki kölluð saman fyrr en eftir helgi.