149. löggjafarþing — 101. fundur,  7. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[22:51]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Það var engin sérstök spurning í andsvarinu, ekki nema sú uppskrift þingmannsins að ég vakni snemma í fyrramálið og fái mér hvítvín með snúð, sem ég hef aldrei gert. Það er kannski spurning um að við hittumst bara fyrramálið í bakaríinu og prófum það.

Engri spurningu var beint til mín nema þingmaðurinn sagði sjálfur að aðgengi að áfengi hafi aukist og samt dragi úr neyslu. Þá erum við væntanlega gera eitthvað rétt. Hvað er það þá sem við erum ekki að gera eða hvað það er sem við erum að gera? Það er eins og þingmaðurinn benti réttilega á sjálfur á; aðgengi er að aukast. Það dregur samt úr neyslu. Af hverju er það þá? Svo ég noti nú bara svarið við andsvarinu af því að ég fékk ekki spurningu í til að svara í þessu andsvari.