132. löggjafarþing — 102. fundur,  10. apr. 2006.

Opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

731. mál
[15:57]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel fjarri lagi að hægt sé að einkavæða þessar stofnanir í heild sinni. Það er hins vegar alveg sjálfsagt og ég kom inn á það í ræðu minni að úthýsa einhverri af þeirri starfsemi sem þarna fer fram. Það verður að sjálfsögðu farið í gegnum það hvaða starfsemi það gæti verið. Það kemur bara í ljós í vinnuferlinu fram undan.

Í sambandi við það sem hv. þingmaður nefndi varðandi Byggðastofnun, að það hefði átt að leysa mál hennar með öðrum hætti, er það ekki í samræmi við það sem varð niðurstaða ríkisstjórnarinnar.