144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:30]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Á síðu 85 í McKinsey-skýrslunni um Ísland er talað um að hvað gera þurfi til að laga viðskiptaumhverfið í landinu í kjölfar hrunsins. Þar er talað um mikilvæga þætti eins og iðnaðaruppbyggingu og orkustefnumótun og hversu nauðsynlegt sé að fara í langtímastefnumótun sem ekki sé alltaf rakin upp. Þótt menn geti rifist um hvað gerðist á síðasta kjörtímabili o.s.frv. breytir það því ekki að ef við ætlum að skapa stöðugleika og gott viðskiptaumhverfi fyrir þennan iðnað á Íslandi þá verður að vera langtímastefnumótun þar sem allir koma að borðinu, allir hagsmunaaðilar. Það kemur skýrt fram. Ég hvet alla til að lesa síðu 85 í McKinsey-skýrslunni um Ísland. Ef við höldum áfram á þessari braut, þ.e. „meiri hlutinn ræður“ og allt er hamrað í gegn sama hvað gerist, höfum við ekki þann stöðugleika sem við þurfum á að halda. Viðskiptalífið þarf að geta treyst því að einhver stöðugleiki sé í þessu máli og það kostar mjög mikið.