140. löggjafarþing — 106. fundur,  24. maí 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:54]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nei, ég get ekki verið sammála hv. þingmanni. Það liggur ljóst fyrir að fyrirkomulag viðræðna af Íslands hálfu við Evrópusambandið er með nokkuð öðrum hætti en við önnur ríki hvað þetta atriði snertir. Ísland hefur sett fram þau sjónarmið og þá kröfu að Ísland muni ekki þurfa að laga löggjöf sína eða stofnanakerfi að reglum Evrópusambandsins fyrr en niðurstaða hefur fengist í þjóðaratkvæðagreiðslu um samningsniðurstöðu. Á það hefur Evrópusambandið fallist. Ég tek því ekki undir að um sé að ræða aðlögun í þeim skilningi sem hv. þingmaður leggur í það orð.