141. löggjafarþing — 106. fundur,  18. mars 2013.

neytendalán.

220. mál
[11:24]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er mikilvægt mál og vegna þeirrar umræðu sem átti sér stað í þingsalnum áðan um að Alþingi gæti ekki komið sér saman um nokkurn hlut og að öll mál væru hér stopp, ekki hægt að koma með neitt mál í gegnum þingið, vil ég nefna að hér er á ferðinni ágætt mál (Gripið fram í.) um langflesta hluti. Það snertir almenning (Gripið fram í.) og skiptir því verulegu máli. Þær fullyrðingar sem hér hafa verið uppi með svigurmælum og digurmælum um að ekkert væri hér hægt að gera vegna þess að stjórnarandstaðan væri svo vond dæma sig sjálfar.