138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

stimpilgjald og aukatekjur ríkissjóðs.

530. mál
[16:18]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna þessu frumvarpi. Ég held að þetta sé ein af mikilvægum aðgerðum til að reyna að aðstoða þau heimili sem eru í alvarlegum skuldavanda. Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra að því af hverju tímamörkin séu til 31. desember 2010. Í lögum sem samþykkt voru síðastliðið haust um sértæka skuldaaðlögun var ákveðið að þau lög giltu til 31. desember 2011. Og einnig hvort almennt slík niðurfelling á stimpilgjöldum líka vegna fasteignaveðlána sé til 31. desember 2010. Ef svo er, telur hæstv. fjármálaráðherra ekki eðlilegt að við reynum að skoða þetta allt í samhengi og jafnvel kanna það að lengja þessa ívilnun, þannig að það sé samræmi í löggjöfinni sem við erum að setja til aðstoðar heimilum.