144. löggjafarþing — 107. fundur,  15. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:49]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni ágæta ræðu. Ég reyndar er svolítið hissa, ég hélt hún væri jákvæðari fyrir virkjunum þar sem hún er svo hlynnt sæstreng.

En mig langar að spyrja hv. þingmann um gildi rammaáætlunar 2, hvort hún sé bara „off“. Hvort hún sé ekki í gildi lengur af því að komin er rammaáætlun 3, þrátt fyrir að í rammaáætlun 3 hafi aðeins átt að skoða átta kosti en verkefnisstjórnin lýsir því að hún hafi hvorki tíma né fjármagn til þess að klára alla þessa átta kosti. Má ég þá spyrja hv. þingmann: Hvernig er hennar skilningur á því, eru sumir af þessum kostum enn þá í gildi í rammaáætlun 2 og aðrir í rammaáætlun 3?