150. löggjafarþing — 107. fundur,  20. maí 2020.

tófa og minkur.

545. mál
[17:31]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Refurinn hefur verið á Íslandi alla tíð. Hann á sinn tilverurétt eins og aðrir íbúar þessa lands en hins vegar er ekkert óeðlilegt að menn vilji verja atvinnuhagsmuni sína, verja sinn búfénað. Það er fullkomlega eðlilegt.

Ég vil líka minna á að refurinn hefur mikið menningarsögulegt gildi á Íslandi eins og nokkrir þingmenn hafa komið inn á. Melrakkasetrið vestur í Súðavík er ágætt dæmi um það. Við eigum að leita leiða, eins og mér heyrist hæstv. ráðherra vera að gera, til að tryggja að á sama tíma og við tryggjum hagsmuni þeirra sem verða fyrir tjóni vegna ágangs refa og minka eigum við jafnframt að hafa í heiðri þá menningu og sögu sem er á bak við þennan íbúa landsins.