138. löggjafarþing — 107. fundur,  16. apr. 2010.

lögreglulög.

586. mál
[14:11]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi ræða er mér í rauninni hvatning til að skipuleggja kynningu á þeirri skýrslu sem ég var að veifa hérna áðan þar sem eru tillögur að breytingum á skipan sýslumannsembætta í landinu. Þetta er í rauninni mjög varleg nálgun og farið yfir hvert landsvæði fyrir sig og kynntir þeir mælikvarðar sem lagðir eru til grundvallar í þessari vinnu. Ég í rauninni boða það að ég mun huga að þessu máli sérstaklega og legg áherslu á það að þótt mér hafi orðið tíðrætt um Vesturland og Vestfirði er mér líka fullkunnugt um staðhætti á Suðurlandi og tel einmitt mikilvægt að finna viðunandi lausn í því umdæmi og hvað varðar Vestmannaeyjar sérstaklega. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið.