132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

Ívilnanir til álvera á landsbyggðinni.

631. mál
[13:08]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Jóni Bjarnasyni fyrir að koma með þessa fyrirspurn og svör ráðherra. Mér finnst þessi staða og svör ráðherra varpa betra ljósi á þá framtíðarsýn sem núverandi ríkisstjórn hefur varðandi stóriðjustefnuna og þau sérkjör sem heimilt er að veita álverum eða stóriðju utan höfuðborgarsvæðisins.

Mér finnst mikilvægt að draga þetta fram hvað varðar arðsemi af stóriðjunni og hvort þau sérkjör sem stóriðjan fær í núverandi mynd mundi ekki skila sér betur, eða að minnsta kosti jafn vel, inn á viðkomandi svæði í formi annarra styrkja (Forseti hringir.) en til stóriðju. Mér finnst að þetta verði að koma mjög (Forseti hringir.) vel fram við val á verkefnum.