151. löggjafarþing — 109. fundur,  8. júní 2021.

um fundarstjórn.

[13:50]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Ég þakka forseta og hæstv. ráðherra fyrir svörin. En í síðustu viku var talað um að skýrslan kæmi í þeirri viku. Þar áður var annar tímafrestur og upphaflega var auðvitað talað um tíu vikur. Beiðni um þessa skýrslu var lögð fram af mér til þess að fá fram forsendur og sjónarmið um þessa ákvörðun heilbrigðisráðherra. Nú er það einhvern veginn orðið þannig að þessi skýrsla, sem reifar skoðanir og sjónarmið heilbrigðisráðherra sjálfrar, er orðin verkfæri til þess að taka ekki þátt í samtalinu og upplýsa ekki almenning. Hún er farin að vinna gegn markmiði sínu. Ég fagna því að skýrslan sé loksins að koma fram á morgun, en allt eru þetta upplýsingar sem lágu fyrir í ráðuneytinu og hafa legið fyrir allan tímann og þurfti ekki 12 vikur til að leggja fram.