138. löggjafarþing — 11. fundur,  20. okt. 2009.

afskriftir af höfuðstól lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

4. mál
[15:39]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir hans orð. Við þekkjum að hann hefur mælt í þessa veru sem við tölum hér um. Ég skal hins vegar viðurkenna að ég man ekki þær tölur sem hv. þingmaður spurði um en þetta hefur komið fram. Ég man ekki nýjustu tölur í þessu máli en Seðlabankinn hefur reynt að slá á þetta. Ég man að það var mjög gagnrýnt hvaða dagsetning eða hvaða viðmið var notað á sínum tíma, síðast þegar Seðlabankinn kom með þessar tölur. Þá var horft, ef ég man rétt, á tölur frá því í vor. Við búum því miður við það, þingmenn, oft og tíðum að upplýsingar koma mjög seint og illa til okkar. Ég get þess vegna því miður ekki svarað þessari spurningu einmitt núna því ég hef bara ekki þessar nýjustu tölur.