144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:29]
Horfa

Forseti (Þorsteinn Sæmundsson):

Sá forseti sem hér starfar vill svara nokkrum spurningum sem fram hafa komið frá hv. þingmönnum. Forseti þingsins er nú kominn í hús og honum verður gert orð um það sem fram hefur farið hér. Það verður einnig haft samband við ráðherra og þeim gert ljóst að nærveru þeirra sé óskað og upplýst um það þegar það liggur fyrir.