144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:32]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Herra forseti. Já, nú „feidaði“ ég aðeins í burtu, afsakið orðalagið, ég fór aðeins í burtu. En hvað Eldvörpin varðar eru þau einhverjar merkilegustu jarðminjar á landinu og jafnvel á heimsvísu og auðvitað eigum við ekki að virkja þar. Ég get ekki alveg sagt hvernig það gerðist að þau fóru í nýtingarflokk. Tekin var ákvörðun um það á sínum tíma, reyndar var nánast allur Reykjanesskaginn útúrslitinn af virkjunum samkvæmt því. Og ef HS Orka fengi að ráða þarna ein mundi hún virkja allan skagann eins og hann leggur sig. Við sjáum hvernig búið var að finna staði út um allt og meðal annars var gerð tilraunaborun á einu svæði sem er svöðusár eftir. Þeir sem gengið hafa um Reykjanesskagann, um fólkvang okkar, vita að það er gríðarlega fallegt ósnortið svæði þar. En hvað varðar auðlindastefnu þá eiga öll sveitarfélög í landinu auðvitað að setja sér slíka stefnu og fara eftir henni. Til dæmis eiga þau sveitarfélög sem um ræðir í Suðurkjördæmi að setja sér auðlindastefnu, (Forseti hringir.) þau geta haft auðlindastefnu okkar í Grindavík til hliðsjónar og farið eftir henni. Það er mjög góð stefna.