Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 110. fundur,  23. maí 2023.

dómstólar.

822. mál
[14:34]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er svo fjarri lagi að hér sé stunduð einhver spælingapólitík. Það er verið að stunda hér skynsamlega pólitík, það er verið að nálgast málin af skynsemi. Þetta samtal milli mín og Landsréttar hefur staðið um nokkuð langan tíma, frá því síðastliðið haust, um mikilvægi þess að geta bætt við þessu eina teymi. Teymin stækka um 25%. Þau fara úr fjórum í að vera fimm virk teymi sem eru að vinna að málum á hverjum tíma. Það er mat Landsréttar og okkar að það dugi til til þess að vinna niður málahala sem m.a. er til kominn vegna þeirra sögulegu þátta sem við þekkjum. Það sem meira er, eftir að hafa setið með Landsrétti yfir því hvernig við myndum geta gert þetta þá þurftum við ekki að koma til fjárveitingavaldsins og biðja um meiri peninga. Við gátum liðkað til í rekstrinum og hagrætt þannig að þær fjárveitingar sem fyrir liggja duga til.