135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu.

531. mál
[10:56]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Það kom fram í umræðum um þetta frumvarp að þetta ákvæði væri lítið rætt. Ég hef engar efasemdir um að Veiðimálastofnun eigi að taka fulla þátt í sprotastarfsemi, rannsóknavinnu og öðru slíku en ég geri athugasemdir við það að fyrirtæki geri það í gegnum hlutafélög. Ég hefði kosið að sjá það gerast í gegnum þróunar- eða styrktarsjóði eða með öðrum hætti. Ég greiði að svo stöddu atkvæði gegn þessu ákvæði og óska eftir því að málið gangi til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar fyrir 3. umr.