140. löggjafarþing — 112. fundur,  4. júní 2012.

framhald þingstarfa.

[11:12]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vonast til að menn setjist niður í dag og ræði um það hvernig hægt er að ljúka þingstörfum á næstu dögum. En ljóst er að hér er mál á dagskrá, sem forseti hefur þegar kynnt, sem þörf er fyrir miklar umræður um. En á meðan það er rætt í þingsalnum geri ég ráð fyrir að menn geti sest niður og reynt að ná samkomulagi um það hvernig hægt er að ljúka þingstörfum.