140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[18:40]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi fyrstu spurninguna voru þessi mál, tvíburamál, skilin að. Ef til vill voru þetta síamstvíburar sem voru skornir í sundur, ef svo ósmekklega má að orði komast. Sumir hafa bent á að eðlilegra hefði verið að tala um þau í einu lagi, fella þau saman í eitt frumvarp og ef til vill hefði verið ágætur bragur á því. Ég tel hins vegar að forsendurnar liggi fyrir hvað varðar fiskveiðistjórnarmálið til þess að ræða veiðigjaldsmálið, þar liggja ýmsar staðreyndir á borðinu.

Hvað uppsjávarfiskinn varðar er þetta einmitt vandi kerfisins. Við erum að vísu að búa til tvo stuðla gagnvart botnsjávarfiski og uppsjávarfiski. Það getur verið mjög erfitt fyrir þetta kerfi þegar til dæmis nýir uppsjávarstofnar koma inn í landhelgina. Þegar þeir fara í veiði getur það haft áhrif á hitt kerfið, botnfiskinn, þegar kemur að rentunni, þannig að þetta þarf að útfæra.

Ég sé að tími minni er á þrotum þannig að ég mun svara því sem (Forseti hringir.) varðar landsbyggðina í næsta andsvari mínu.