151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld .

697. mál
[00:17]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P):

Herra forseti. Hér tökum við lítinn og leiðinlegan hortitt úr lagasafninu, það sem við höfum kallað trans skatt, sem er ósanngjörn gjaldtaka á fólk sem breytir skráningu kyns í þjóðskrá. Hún endurspeglar engan veginn þann kostnað sem Þjóðskrá hefur við að breyta þessari skráningu en leggst með ósanngjörnum hætti á hóp sem við ákváðum með samþykkt laga um kynrænt sjálfræði að skipti okkur sérstöku máli að taka vel utan um.

Ég þakka efnahags- og viðskiptanefnd fyrir að hafa tekið jafn vel í breytingartillögu mína og raun ber vitni og leggja hana fram í sínu nafni hér við 3. umr., og þakka þingheimi fyrir að sýna með atkvæði sínu að við stöndum áfram, við stöndum alltaf, við stöndum öll með trans fólki.