151. löggjafarþing — 114. fundur,  13. júní 2021.

fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

668. mál
[00:22]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem við afgreiðum hér er mikilvægt skref til þess að auka gagnsæi í stjórnmálabaráttu og styrkja grundvöll eftirlits með fjármálum stjórnmálasamtaka. Þar með er það mikilvægt skref til að auka traust á stjórnmálastarfsemi og tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka. Ég fagna því mjög að það sé hingað komið til atkvæðagreiðslu og vil nota tækifærið til að þakka gott samstarf formanna og framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna, en líka gott starf í hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og segi: Já.