150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[19:10]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Þetta er stórt og mikið verkefni, og flókið, og ríkið fer með 75% eignarhlut í hlutafélaginu við upphaf. Fjármögnun er einhverri óvissu háð eins og oft vill nú verða. Þó hafa verið teiknaðar upp sviðsmyndir og í þeirri sem við könnumst helst við er gert ráð fyrir gjaldtöku. Ekki er loku fyrir það skotið að dregið verði úr gjaldtökunni að einhverju leyti. Það fer eftir því hvort ríkinu tekst að selja eignir, lönd og fyrirtæki.

Mig langar að spyrja hv. þingmann og framsögumann þessa nefndarálits hvort umfjöllun um gjaldtökuna hafi eitthvað (Forseti hringir.) verið rædd frekar og hvort þær álögur séu ekki áhyggjuefni (Forseti hringir.) sem koma óneitanlega til (Forseti hringir.) með að leggjast á þá sem búa hér á svæðinu, venjulega íbúa sem þurfa (Forseti hringir.) einkalífs síns vegna og atvinnu að aka (Forseti hringir.) vegina.

(Forseti (ÞorS): Enn minnir forseti á tímamörk.)