150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[19:21]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vildi mæta í fundarstjórn og taka undir með hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni vegna þess að ég bað um andsvör og ræðu aðeins seinna en hv. þm. Helga Vala Helgadóttir. Ég var næstur eftir henni í ræðu en ég lenti nr. 4 í andsvörum og þurfti eiginlega að troða mér inn í andsvörin vegna þess að ég var ekki inni í þeim þó að ég hefði verið með þeim fyrstu sem bað um það. Þetta er vandamál sem við þurfum einhvern tíma að leysa. Það eru fimm stjórnarandstöðuflokkar og bara fjórir komast að. Þess vegna er ofboðslega leiðinlegt að vera með svona kerfi og ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum ekki er hægt að leyfa fimm flokkum að fara í andsvör.