150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[21:44]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni uppi Kolbeini Óttarssyni Proppé kærlega fyrir svarið. Ég get sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem hv. þingmaður situr, vottað að hann gerir ekki sterka kröfu um að hafa rétt fyrir sér alla daga.

Þetta var svokölluð stoðsending hjá körfuboltamanni en ekki um það sem mig langar til að spyrja hv. þingmann um.

Ég var býsna ánægður með atriðið sem þingmaðurinn nefndi í svari sínu sem sneri að því að frumvarpið styddi við það að gefa tekjulægra fólki tækifæri til að eignast eigið húsnæði. Ég minnist þess að á fyrri stigum hafi samflokksmaður hv. þingmanns talað á þeim nótum að séreignarstefnan væri víkjandi hvað eignarrétt fólks varðar eða mögulega leigu á íbúð húsnæði. Ég var ánægður með það atriði sem hv. þingmaður nefndi, að frumvarpið auðveldaði tekjulægra fólki að koma sér eigin þaki yfir höfuð.

Mig langar að spyrja hvort það sé skoðun hv. þingmanns að við eigum að vinna að því að auðvelda stærri hópum að koma sér þaki yfir höfuðið í þeim skilningi að eignast eigið húsnæði, því að í þá vegferð er ég mjög áhugasamur um að fara með hv. þingmanni. Ég vona svo að hann afsaki brandarann í byrjun.