136. löggjafarþing — 116. fundur,  26. mars 2009.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[00:56]
Horfa

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Það vildi svoleiðis til að fulltrúar hagsmunaaðila komu á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar á mánudaginn. Þar komu umsagnir frá hvalaskoðunarfyrirtækjum, fulltrúar frá hvalaskoðunarbát og sjóstangaveiðibát komu — (ArnbS: Ertu eða ertu ekki flytjandi á málinu?) Ég er ekki flytjandi að þessu máli og þegar þessir ágætu aðilar voru búnir að koma og segja — (ArnbS: Ertu ekki í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd?) Ég sit í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd en ég er ekki stuðningsmaður þessa frumvarps og eftir ræðu Arthurs Bogasonar á fundi nefndarinnar, eftir ræðu Magnúsar Daníelssonar, eftir umsögn frá Fiskistofu, Þórði Ásgeirssyni, var alveg ljóst að það þarf að setja einn eftirlitsmann á hverja stöng um borð í bát og það kostar fleiri tugi þúsunda eða jafnvel milljónir bara í auknu eftirliti að fylgjast með því sem er að ske um borð í þessum bátum.

Það er sorglegt að þingmaðurinn skuli reyna að hanga á þessu en það kemur ekki á óvart að þessi ágæti þingmaður, Arnbjörg Sveinsdóttir, geri þetta því að henni finnst auðvitað sárt að vera kölluð strengjabrúða sægreifanna í gegnum tíðina, hafa þjónkað og finnast allt í lagi að brjóta mannréttindi, virða ekki mannréttindi og styðja brot á saklausu fólki og sjómönnum á Íslandi í gegnum tíðina. Þetta er kannski stóra málið og þú vilt halda áfram að kvótasetja, núna frístundabáta, frístundabáta sem veiða 200–250 tonn á ári. En þú horfir fram hjá öllu brottkasti (Forseti hringir.) á Íslandsmiðum.