140. löggjafarþing — 118. fundur,  11. júní 2012.

heiðurslaun listamanna.

719. mál
[19:11]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég tel að hér sé hið besta mál á ferð og af tillitssemi við hv. þm. Illuga Gunnarsson ætla ég ekki að þakka nefndarmönnum fyrir að hafa starfað að málinu en ég met það við þá að hafa gert það.

Ég er hins vegar enn þá nokkuð hlessa á því að nefndin skuli ætla viðkomandi listamönnum að vera alltaf jafnmargir, hafa fest töluna við 25 að mig minnir, og tel það ráðstöfun sem dregur úr gildi þessara laga og vera til spillis. En heildarlögin eru þó af því tagi að ekki er annað hægt en að segja við þeim já þó að hitt verði lagað síðar. Ég segi sem sé já.