149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:18]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er hringlandaháttur með dagskrána. Við höfum upplifað það á undanförnum dögum að dagskráin sem liggur fyrir framan okkur breytist jafnvel á fundinum, það er hoppað fram og til baka og tekin fyrir mál þar sem þeir sem eru á mælendaskrá eru kannski ekki einu sinni í húsi og það er farið út um allt. Við vitum ekki nema það gerist líka með þessa dagskrá.

Það sem er oft svo erfitt við þingstörfin er að það eru þrjár umræður um frumvörp, tvær umræður um tillögur. Núna erum við að fara að fjalla um fullt af málum sem eru í sjálfstæðri þinglegri umræðu og eins og kom fram í fyrradag, minnir mig að hafi verið, þurfti að ræða mál sem voru í 2. og 3. umr., af því að það voru ábendingar sem þurftu að koma fram. Það eru fleiri svoleiðis mál á dagskrá núna. Það þarf að koma fram hvað er athugavert og útskýra nánar nokkur atriði sem koma upp á milli umræðna. Við erum í þeirri stöðu að það er alltaf verið að stoppa okkur (Forseti hringir.) fram og til baka. Það er ekki faglegt fyrir Alþingi að vinna á þann hátt. Það er ekki málefnalegt.