140. löggjafarþing — 119. fundur,  12. júní 2012.

heiðurslaun listamanna.

719. mál
[18:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Listamenn eru löngum gagnrýnendur þess kerfis sem er ríkjandi hverju sinni. Með því að veita þeim og lokka þá til heiðurslauna er verið að láta þá sætta sig við ríkjandi kerfi og aðlagast því. Ég tel þetta vera mjög skaðlega þróun og hef alltaf verið á móti heiðurslaunum og minni á ríkislistina er var í gildi í Sovétríkjunum sem liðu undir lok.