144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[12:09]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál fari aftur til nefndar og treysti því að það verði bætt þar. Eins og fram hefur komið hefur ríkt góður starfsandi í þeirri nefnd og allir hafa verið tilbúnir til að koma að málamiðlunum þegar þess er þörf.

Við munum sitja hjá í málinu en samþykkja breytingartillöguna sem er til góðs.