136. löggjafarþing — 123. fundur,  2. apr. 2009.

niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

397. mál
[01:14]
Horfa

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég endurtek spurningu mína um hvað dvelji hæstv. iðnaðarráðherra. Hvað varðar ræðu hv. þm. Jóns Bjarnasonar gat ég ekki betur heyrt en að hann kvartaði sárlega undan mismunandi húshitunarkostnaði í landinu og ég met það svo að hann sé þá að lýsa vantrausti á það að hæstv. iðnaðarráðherra (Forseti hringir.) hafi ekki tekið sér það fyrir hendur að …

(Forseti (ÞBack): Forseti bendir hv. þingmanni á að ræða um fundarstjórn forseta.)

Já, þess vegna er ég að benda á hversu nauðsynlegt er að hæstv. iðnaðarráðherra sé við umræðuna þegar slíkar ásakanir frá hv. þingflokksformanni Vinstri grænna (Forseti hringir.) liggja hér fyrir og þá er auðvitað nauðsynlegt að hæstv. ráðherra komi hér og verji hendur sínar vegna þess að þetta getur náttúrlega getur ekki legið óvarið í þessari umræðu.