140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

vinnustaðanámssjóður.

765. mál
[16:31]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu og tek undir með henni að þetta er tækifæri fyrir atvinnulífið. En ég vil spyrja hana um það sem mér finnst oft hafa vantað á Íslandi. Það er kaupmannaþekking eða verslunarþekking, hreinlega að afgreiða í verslun. Þetta er nám mjög víða í Evrópu og það þykir nauðsynlegt að fólk kunni skil á vörum og kunni að þjónusta í til dæmis vefnaðarvöru-, fata- eða matvöruverslunum.

Kom þetta vandamál til umræðu í nefndinni, hvort það yrði tekið upp og hvort þetta mundi falla undir vinnustaðanámssjóði?