144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:43]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F):

Frú forseti. Eftir góða ísferð í bæinn þá bjóst ég við að ég gæti setið hér og hlustað á dagskrá þingsins. Hv. þm. Ögmundur Jónasson kom upp og spurði hvers vegna menn væru að tefja þingið og nú erum við búin að hlusta hér á ræður í 45 mínútur um fundarstjórn forseta. Þá bara spyr ég forseta: Hvers vegna við höldum ekki áfram dagskránni sem við erum að fara eftir?