149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[00:21]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það hefur margt gott, nauðsynlegt og gríðarlega mikilvægt verið unnið í þessu máli og verð ég að þakka þeim sem stóðu að því, en þó á sama tíma lýsa yfir hryggð yfir því að náttúran fái ekki að njóta hins fyllsta vafa í þessu máli. Ég skil ekki þegar við erum loksins að setja einhverjar leikreglur á þessu sviði að við tökum ekki ákvörðun um að standa öll með náttúrunni og leyfa eingöngu eldi í lokuðum kvíum í stað þess að ganga núna einhvern veginn hálfa leið og leyfa opnar og lokaðar, reyna að búa til einhvers konar „hálf-kerfi“. Ég held að það hefði farið betur á því, fyrst að við erum að undanskilja einhver leyfi og einhverjar umsóknir og þess háttar, það er hægt að fara í alls konar tilslakanir, að við hefðum staðið heils hugar með náttúrunni í þessu máli og leyft eingöngu lokaðar kvíar.