136. löggjafarþing — 127. fundur,  6. apr. 2009.

dagskrá næsta fundar.

[12:57]
Horfa

Sturla Böðvarsson (S):

Hæstv. forseti. Ég er samþykkur þeirri tillögu sem hér hefur verið borin undir atkvæði. Það er afar mikilvægt að það komi rækilega fram hér og nú hver vilji stjórnarþingmanna og stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar er í því að taka þau mál sem mikilvægust eru fyrir land og lýð á dagskrá þannig að við getum flýtt (Gripið fram í.) afgreiðslu málsins. [Háreysti í þingsal.] Það er mjög fróðlegt að heyra viðbrögð hjá hv. þingmönnum þegar þeir reyna að koma í veg fyrir að ég fái að gera grein fyrir atkvæði mínu. Það er mjög mikilvægt að þetta ákvæði þingskapanna sé til staðar og það sýnir hversu mikill styrkur það er fyrir þingmenn að geta átt leið til þess þegar óforsvaranlegar ákvarðanir um dagskrá þingsins eru teknar þannig að meiri hluti þingsins geti breytt dagskránni eins og hér er gerð tilraun til. (Forseti hringir.) Ég hvet hv. þingmenn til að taka tillit til þess (Forseti hringir.) um hvað við erum að greiða atkvæði. Við erum að gera greiða atkvæði um að koma mikilvægum málum (Forseti hringir.) í gegnum þingið.