144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lengd þingfundar.

[14:51]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Rétt aðeins um þetta síðasta. Þegar ég segi að ég ætli ekki að standa í vegi fyrir því að málið verði rætt hér á kvöldfundi geri ég auðvitað ráð fyrir því að 1. umr. eigi sér stað. Það er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að við erum ekki að fara að keyra þetta mál hér í gegn á nokkrum klukkutímum. Það er ekki þannig.

Hins vegar hlýtur það að vera nokkuð sem við þingflokksformenn ættum að fara yfir á fundi með forseta og einfaldlega gera eins og við gerðum í umræðunni um höftin þar sem var ákveðið fyrir fram hversu langan tíma umræðan ætti að taka. Það er afrakstur samtalsins. Það er það sem er fengið með því að menn tali saman. Það tókst afar vel. Það er eiginlega með ólíkindum hvað ríkisstjórnin ætlar aftur og aftur að klúðra málum með þessum einfalda hætti þegar lágmarkskurteisi kostar ekki neitt.