140. löggjafarþing — 128. fundur,  19. júní 2012.

fundarstjórn.

[23:16]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég tek undir að það virðist vera samkomulag um þinglokin og ekki fá allir allt sem þeir vilja, það er nokkuð ljóst. En ef við eigum að lýsa því yfir hvers maður saknar hér, ágæti forseti, þá stingur svolítið í augu að hér hafa ekki verið afgreidd nein mál er varða lausn á skuldavanda heimilanna. Ég bendi til dæmis á mál sem hv. fyrrverandi þm. Sigurður Kári Kristjánsson flutti upphaflega um flýtimeðferð þeirra dómsmála sem varðar þessi mál. Ég tel rétt að halda því til haga að þetta eru ekki mál sem ríkisstjórnarflokkarnir virðast setja á oddinn.