132. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2005.

Þátttaka forseta í umræðu.

[13:59]
Hlusta

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Út af þessum síðustu orðum hv. þm. Marðar Árnasonar er auðvitað rétt að koma því á framfæri að hæstv. forseti svaraði auðvitað úr forsetastóli þeim athugasemdum sem hv. þingmenn beindu til hans. Það er að sjálfsögðu á engan hátt óeðlilegt þegar í hlut á umræða um störf og stjórnsýslu þingsins. Ég held að þessi síðasta athugasemd hv. þingmanns um fundarstjórn forseta hafi alls ekki átt við.