144. löggjafarþing — 130. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[18:56]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er alltaf erfitt og þungbært að setja lög á verkföll. Engu að síður er staðan grafalvarleg eins og menn þekkja og því er það mat ríkisstjórnarinnar að nauðsynlegt sé að taka á þessu máli. Þeir sem hér hafa greitt atkvæði gegn þessu, þó nokkrir í þessum sal, settu árið 2010 lög á boðað verkfall, (Gripið fram í: Ekki allir.) þó nokkrir hér í salnum. (Gripið fram í.)

Núna er staðan þannig að þeir sem segja nei við þessum lögum í þessari atkvæðagreiðslu bera ábyrgð á því að það ástand sem uppi er í samfélaginu haldi áfram óbreytt eftir tæplega 11 vikna verkfall hjá BHM og milli tveggja og þriggja vikna verkfall hjúkrunarfræðinga. Þeir sem segja já við þessu frumvarpi, sem ég hvet alla þingmenn til að gera, höggva hér á hnútinn, gefa samningsaðilum tækifæri til þess að finna lausn næstu tvær til þrjár vikur og síðan innan sex vikna (Forseti hringir.) gerðardómi að koma að því máli. Ég mun segja já og hvet aðra þingmenn til að gera slíkt hið sama.