150. löggjafarþing — 130. fundur,  30. júní 2020.

tekjuskattur.

27. mál
[01:55]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Virðulegur forseti. Fyrst hv. efnahags- og viðskiptanefnd opnar hér 30. gr. tekjuskattslaganna legg ég til að við tökum til í þeim og fellum brott úrelt ákvæði sem veitir fyrirtækjum heimild til að draga framlög til stjórnmálaflokka frá tekjuskattsstofni sínum. Þessi niðurgreiðsla á styrk fyrirtækja til stjórnmálaflokka þýðir að ef fyrirtæki réttir stjórnmálaflokki hámarksupphæðina 550.000 kr. á ári þá kemur ríkið og niðurgreiðir það um 110.000 kr. á móti. Það er arfur frá gamalli tíð og í nýju lagaumhverfi stjórnmálahreyfinga er það orðin tímaskekkja sem á hreinlega ekki pláss í þeirri umgjörð sem við höfum mótað utan um starf stjórnmálaflokka. Ég hafði vonað að fyrst við værum með alla hagsmunaaðila málsins í herberginu, alla átta formenn stjórnmálaflokkanna, gætum við einhent okkur í þetta sjálfsagða skref í þágu baráttunnar gegn hagsmunaárekstrum í stjórnmálum, en eitthvað virðist taflan standa á sér.