138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

framhald umræðu um stjórnlagaþing.

[15:52]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Herra forseti. Ég mótmæli harðlega þessum vinnubrögðum. Hér er verið að ræða stjórnlagaþing, því var frestað frá því í gær vegna óskar um að það yrði rætt á skikkanlegum tíma. Það var orðið við þeirri bón. Umræðan hófst klukkan tvö og hún á að sjálfsögðu að fá að halda áfram óbreytt. Þetta er dæmi um hringlandahátt og ófagleg vinnubrögð. Þingið á ekki að ganga fram með fordæmi fyrir samfélagið ef það hagar sér svona. Þetta er óásættanlegt og ég mótmæli þessu. (Gripið fram í: Heyr.)