138. löggjafarþing — 133. fundur,  8. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[18:49]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef nú náð spurningunni. Ég get tekið undir að það hefði verið gott að fara í þær breytingar til að auðvelda frekari stjórnarskrárbreytingar, en það hefði verið gott að gera það fyrir síðustu kosningar. Sú gæs var ekki gripin. Ég held að við ættum ekki að fara að hengja okkur í það atriði núna. Nú förum við í þessar breytingar og þær taka þann tíma sem þarf.

Ég er á því að breytingar eigi að gerast hratt og sársaukafullt. Við eigum að kippa plástrinum af strax og ég sé ekkert því til fyrirstöðu, ég sé ekki af hverju í ósköpunum við ættum að bíða eitthvað með þetta.