144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

ný starfsáætlun.

[16:21]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Forseti var þráspurður hér áðan um nýja starfsáætlun vegna þess uppnáms sem þingstörfin eru í. Ég sakna þess að forseti bregðist við þeirri ósk (Gripið fram í.) og þeirri rökstuddu beiðni bæði þingmanna og annarra hér að við fáum einhverjar útlínur af þeim störfum sem fram undan eru. Ánægjulegt væri líka að vita hvort einhvers staðar á þeirri starfsáætlun leyndist eldhúsdagur, hvort forseti hugsi sér að við fáum eitthvert tilhlaup að þeim degi, hvort við fáum einhvern undirbúning að því. Ég er dálítið forvitin að vita líka um það almennt hversu seint eldhúsdagur hefur yfirleitt verið, þ.e. hvort við eigum einhver dæmi þess að eldhúsdagur hafi verið á miðju sumri. Hefur forseti einhver dæmi um slíkt? Þá eru orðin kannski áhöld um að hann nái sínu upphaflega markmiði að vera umræður og uppgjör um þingið í heyranda hljóði og í samtali við þjóðina.