139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:13]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef við létum óheft markaðslögmál ráða ferðinni gætu eflaust átta frystitogarar tekið allan afla á Íslandsmiðum. Þróunin gæti orðið sú, þá er ég ansi hrædd um að margir sjómenn misstu vinnu. Það sem við erum að gera með því að leggja fram hið stóra frumvarp, sem eru grundvallarbreytingar, og þetta litla frumvarp um breytingar á núverandi lögum er einmitt að styrkja það að sjómenn vítt og breitt um landið hafi atvinnuöryggi af þessari vinnu en eigi ekki allt undir geðþóttaákvörðunum einstakra útgerðarmanna. Það erum við að gera og menn ættu að þekkja þá ljótu sögu manna best hér inni.